Um MiMi

MiMi Creations sérhæfir sig í útgáfu á barnabókum og fræðsluefni sem aðstoðar börn við að efla málþroska sinn.

Notast er við Tákn með Tali til að segja stuttar sögur af MiMi & félögum og ævintýrum þeirra.

Teymið á bakvið MiMi

 • Hanna Kristín Skaftadóttir
  Hanna Kristín SkaftadóttirStofnandi / Framkvæmdastjóri (+ 354 663 2850)

  Hanna Kristín stýrir teyminu á bakvið veröld MiMi af einstakri alúð en ákveðni. Hún sér til þess að MiMi og félagar séu að kynnast nýjum börnum, jafnt sem fullorðnum, á hverjum degi.

 • Jóhanna Jakobsdóttir
  Jóhanna JakobsdóttirVerkefnastjóri (+ 354 863 1109)

  Jóhanna sér til þess að útgefið efni frá MiMi sé aðgengilegt á sem flestum stöðum um land allt. Hún er til aðstoðar og upplýsingar ef ykkur vantar að vita meira um verkefnið.

 • Hildur Þórey Héðinsdóttir
  Hildur Þórey HéðinsdóttirGrafískur hönnuður

  Hildur er snillingur í að samræma útlit og sér til þess að bækurnar um MiMi falli fagurlega á augað. Hún hefur einstakt lag á að sjá fyrir hvernig MiMi og félagar muni falla sem best á blaði og í bókum.

Ráðgefandi Sérfræðingar MiMI

 • Hrefna Björk Sverrisdóttir
  Hrefna Björk SverrisdóttirEntrepreneur and Co-Founder at Another Creation

  Hrefna Björk er kraftmikill reynslubolti í frumkvöðlastarfsemi á Íslandi. Hún stundaði nám í MSc í stjórnun og stefnumótun og er með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er stofnandi og framkvæmdastjóri hjá Another Creation og starfaði áður hjá Latabæ og mun reynsla hennar og víðtek sérþekking þaðan nýtast Mimi Creations vel. Hrefna Björk hefur verið athafnasöm í stofnun fyrirtækja og kom á laggirnar tímaritinu Orðlaus, stofnaði Ævintýragarðinn sem hefur notið mikilla vinsælda og vann meðal annars sem framleiðslustjóri hjá Steinda Jr. og framkvæmdastjóri hjá Vatikaninu og Árvakri.

 • Bryndís Guðmundsdóttir
  Bryndís GuðmundsdóttirTalmeinafræðingur M.A. CCC - SLP

  Bryndís hefur sem talmeinafræðingur áratuga reynslu í starfi með börnum og fullorðnum sem eiga við mál- og talmein að stríða. Hún hefur starfað með íslensku- og enskumælandi börnum, unnið í samstarfi við sjúkrahús, leik- og grunnskóla á Íslandi.  Bryndís nýtir reynslu og þekkingu á sviði talmeinafræða til þróunar á Lærum og leikum með hljóðin sem hófst á námsárum hennar í Bandaríkjunum í samstarfi við dr. Bernard Silverstein prófessor.

   

 • Herwig Lejsek
  Herwig LejsekForstjóri Videntifier

  Herwig Lejsik, phd. í tölvunarfræðum, er einn af stofnendum Videntifier, sem sérhæfir sig í rafrænni myndgreiningu. Fyrirtækið hefuer verið að færa sig í auknum mæli yfir í að nýta tækni sína til að hjálpa heimilisnotendum að ná meira úr afþreyingar- og skemmtiefninu sem verður á vegi þeirra. Herwig hefur sjálfur reynslu af að starfa með einstaklingum með sérþarfir og þroskahamlanir.

 • Bala Kamallakharan
  Bala KamallakharanFramkvæmdastjóri/stofnandi Startup Iceland

  Bala hefur víðtæka reynslu af frumkvöðlastarfsemi hérlendis sem og erlendis. Hann er einnig virkur fjárfestir og er hluti af Auro Investment Partners LLC og Mira Capital LLC. Hann var áður hluti af teymi GreenQloud og Skilanefnd Glitnis.

Hafðu samband

Ólesanlegt? Breyttu um texta captcha txt

Sláðu inn leitarorð til þess að leita