Námskeið

Næstu námskeið:

28. september Reykjavík kl. 18.00-21.00

9. nóvember Akureyri kl. 18.00-21.00

Verð : 12.900,- (par 16.900,-)

Skráning : mimibooks@mimibooks.is

Á námskeiðinu er farið í grunninn á TMT (tákn með tali) aðferðafræðinnar. Þátttakendur fara í létta verkefnavinnu og spreyta sig á framsögn í Tákn með Tali í lok námskeiðs. Einnig fylgir ein af sjö MiMi barnabókunum námskeiðinu. Fjallað verður um uppruna, tilgang og hagnýtingu á TMT og hvernig sé best að nýta aðferðafræðinnar til að ná sem mestum árangri í að örva máltöku barna.

Farið verður í léttar æfingar og sýnikennslu og farið yfir hvers vegna og hvernig TMT nýtist. Megináhersla er lögð á að koma þátttakendum á þann stað að þeir geti verið sjálfbjarga í notkun TMT og  skilji hvaða ónákvæmu vísindi liggja að baki TMT og því sé á flestra færi að geta notað TMT til almennrar málörvunar og gamans.

TMT aðferðafræðin nýtist ekki bara börnum heldur er þetta eitthvað sem við meðvitað og/eða ómeðvitað notumst við daglega í tjáskiptum. Táknin auðvelda tjáskipti og nýtast alveg sérstaklega vel í fjölmenningarlegu umhverfi.

Um er að ræða hagnýtt og skemmtilegt námskeið í að tákna með tali (TMT). Notast er við söguhetjuna MiMi til að kenna fagfólki og foreldrum að laða fram og örva máltjáningu hjá börnum. Farið er í að æfa samskipti þar sem notast er við náttúruleg tákn, bendingar, látbragð og svipbrigði til að bæta máltjáningu og samskipti við börn. Tákn með tali er málörvandi fyrir öll ung börn óháð málþroska og farið er í hagnýtar vinnuaðferðir til að samþætta TMT daglegum athöfnum með börnum.

Námskeiðið hentar vel fyrir leikskólaleiðbeinendur/kennara, þroskaþjálfa og sérkennara. Foreldra barna með málhamlanir, downs heilkenni, og einhverfu. Námskeiðið hentar einnig fyrir aðila sem koma úr fjölmenningarlegu málumhverfi og alla áhugasama um málörvun barna sinna og snemmtæka íhlutun til betri árangurs í námsfærni.

Hafðu samband

Ólesanlegt? Breyttu um texta captcha txt

Sláðu inn leitarorð til þess að leita