Bækurnar

Skemmtileg leið til málörvunar fyrir öll börn

Í MiMi bókunum fylgjum við söguhetjunni MiMi í hans daglega lífi. MiMi notast við Tákn með tali til að segja okkur sögu sína og gefur lesendum möguleikann á að læra tákn á meðan lesið er.

Þegar hafa verið gefnar út sjö bækur af MiMi og félögum:

  1. MiMi fær sér að borða
  2. MiMi fer í föt
  3. MiMi fer að sofa
  4. MiMi skoðar dýrin
  5. MiMi fer í leikskólann
  6. MiMi lærir litina
  7. MiMi fer til læknis

Barnabækurnar eru þær fyrstu sinnar tegundar og tákn með tali aðferðin í MiMi bókunum er skemmtilegt málörvunartæki fyrir öll ung börn en um leið hjálpar þeim sem þurfa sérstaklega á því að halda.

Tákn með tali (TMT) er tjáskiptaaðferð sem upphaflega var þróuð fyrir nemendur með mál- og þroskaröskun. Aðferðin byggir á einföldum hreyfitáknum sem notuð eru á markvissan hátt til stuðnings töluðu máli. Um er að ræða náttúrulega tákn svo sem bendingar, látbragð og svipbrigði að viðbættum táknum úr táknmáli heyrnarlausra. Áherslan er lögð á að tákna lykilorð hverrar setningar.

TMT nýtist fólki á öllum aldri sem hefur tal- og málörðugleika af öðrum orsökum en heyrnarleysi. Undanfarin ár hefur komið í ljós að aðferðin nýtist
vel í fjölmenningarlegu umhverfi svo sem í leikskólum og skólum. Aðferðin er málörvandi fyrir öll ung börn og því óhætt að hvetja foreldra og kennara ungra barna að nota TMT sem skemmtilegt málörvunartæki sem um leið hjálpar þeim sem sérstaklega þurfa á að halda.

MiMi 1-7

Hafðu samband

Ólesanlegt? Breyttu um texta captcha txt

Sláðu inn leitarorð til þess að leita